American Express segist ætla að taka við greiðslu sem hljóðar upp á 1,8 milljarða bandaríkjadala frá Mastercard.

Greiðslan kemur til vegna þess að American Express kærði Mastercard og nokkra stóra bandaríska banka.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Árið 2004 fór American Express í mál við Mastercard, Visa og viðskiptabanka þeirra. Sakaði American Express kortarisana um að hafa reynt að ýta sér út af kortamarkaði í bandaríkjunum með því að takmarka aðgang þeirra að bönkum.

Segja talsmenn American Express að kortarisarnir hafi bortið samkeppnislög með því að takmarka aðgang þeirra að um 20 þúsund bönkum.