Lögð hefur verið fram tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Arnarfirði. Áætlunin hefur verið lögð fram af Arctic Sea Farm sem hyggst framleiða 4.000 tonn af laxi á ári í firðinum.

Samkvæmt frétt Skipulagsstofnunar um málið er frestur til að gera athugasemdir til 24. janúar 2017, en tillagan liggur fyrir á vef stofnunarinnar.