© Getty Images (Getty)
Mánaðarleg verðmæling IFS Greiningar bendir til 0,4% lækkunar á verði matarkörfunnar, þar af eru vísitöluáhrif -0,06%. Til samanburðar hækkaði matarkarfan um 0,8% í maí. Mæling á verði matarkörfunnar er framkvæmd á ákveðnum vörum sem nær ávallt eru til sölu. Í verðkönnuninni frá 14. júní lækkaði ávaxtaverð mest eða um 5,6% milli mánaða og gosdrykkir og safar lækkuðu um 2,6%. Þá hækkaði verð á fiski um 6% á milli mánaða og grænmeti um 3,6%.