Matei Manolescu hefur hafið störf hjá verðbréfamiðlun Íslandsbanka með áherslu á skuldabréf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Matei starfaði áður hjá Landsbréfum sem sjóðstjóri í blönduðum fjárfestingar- og vogunarsjóðum, þar sem helstu verkefnin fólu í sér sérhæfða sjóðastýringu. Í því fólst m.a. skuldsett hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipti með framvirkum samningum og valréttum ásamt greiningu markaða og samskipti við markaðsaðila.

Frá 2010-2012 starfaði Matei sem aðstoðarsjóðstjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Matei er með BSc gráðu í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc Finance frá Imperial College í London ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.