*

föstudagur, 14. maí 2021
Innlent 6. júlí 2018 10:01

Mathöllin þrefalt dýrari en áætlað var

Heildarkostnaður við Mathöllina við Hlemm er um þrefalt meiri en fyrst var gert ráð fyrir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarkostnaður við Mathöllina við Hlemm er um þrefalt meiri en fyrst var gert ráð fyrir. Frumkostnaðaráætlun var 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma Mathöllinni upp reyndist vera 308 milljónir króna. Vísir greinir frá þessu.

Frumkostnaðarmat vegna breytinga á húsinu var gert í febrúar árið 2016. Þar var gert ráð fyrir rétt tæpum 100 milljóna króna kostnaði við að endurhanna Hlemm til að rúma þar mathöll. Auk þess var reiknað með rúmum sjö milljónum í uppsafnað viðhald á húsnæðinu. 

Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna- og atvinnuþróunnar Reykjavíkuborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fyrir borgarráð í gær.

Uppsafnað viðhald reyndist þó mun umfangsmeira en áætlað hafði verið. Eftir að eldri innréttingar hafi verið fjarlægðar hafi húsið verið tæplega fokhelt“.

Stikkorð: Reykjavíkurborg Hlemmur mathöll