Enn hafa dómkvaddir matsmenn, sem skipaðir voru til að ákveða innlausnarverð hlutabréfa í Baugi Group fyrir um fjórum árum, ekki skilað af sér matinu.

Í samtali við Viðskiptablaðið í júlí 2007 sögðu þeir matið verða tilbúið „fyrir haustið“. Tæpu ári síðar hefur matið enn ekki litið dagsins ljós.

Þeir Kristján Jóhannsson, lektor við viðskiptaskor Háskóla Íslands, og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi voru skipaðir matsmenn til að ákveða innlausnarverð vegna kaupa Munds ehf. á Baugi Group.

Í samtali við Viðskiptablaðið í júlí í fyrra sagði Kristján: „Þetta hefur einhvern veginn lent utangarðs hjá okkur, en er nú á lokaspretti og mun klárast fyrir haustið.“

Það varð hins vegar ekki raunin og enn hefur matinu ekki verið skilað.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .