Matorka ehf, sem er í blönduðu eignarhaldi, Íslendinga og erlendra fjárfesta, hefur gert fjárfestingarsamning við Ríkisstjórn Íslands um ívilnanir til næstu 10 ára. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 425 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Matorku.

Matorka sérhæfir sig í umhverfisvænu laxeldi með nýtingu jarðhita og annarra sjálfbærra lausna. Fyrirtækið mun byggja nýtt eldi í Grindavík og með samningi við HS orku er affall frá Svartsengi nýtt til framleiðslu. Nú rekur félagið eldisstöð á Suðurlandi og þar eru seiðin fyrir Grindavík framleidd.

Í tilkynningunni segir að framkvæmdir við nýju landeldisstöðina muni hefjast á næstu vikum. Fullbúin framleiðslugeta hennar verður 3.000 tonn á ári.