Matsferli vegna álvers á Bakka við Húsavík er hafið. Til skoðunar er bygging álvers með allt að 250.000 tonna ársframleiðslu.

„Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst í stuttu máli og með hvaða hætti framkvæmdin samræmist skipulagi svæðisins. Greint er frá, á hvaða þætti framkvæmdar og umhverfis verður lögð mest áhersla í frummatsskýrslu. Einnig er fjallað um hvaða athuganir og rannsóknir eru fyrirhugaðar á vegum framkvæmdaraðila og yfirlit gefið yfir þær upplýsingar sem fyrir liggja og þegar hefur verið aflað. Þá verður fjallað um undirbúning framkvæmda og sett fram yfirlit yfir þá hagsmunaaðila og stofnanir sem samráð verður haft við í matsferlinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Alcoa.

Alcoa hvetur almenning og aðra til að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri á netfanginu [email protected].

Drög Alcoa að matsskýrslunni má nálgast hér.