Alþjóðlega lánsmatsfyrirtækið Standard & Poor´s gerir nú ráð fyrir því að heildarafskriftir fjármálastofnana í tengslum við hrunið á markaðnum með bandarísk undirmálslán muni nema samtals 285 milljörðum Bandaríkjadala. Það er 20 milljörðum dala meira heldur en fyrri spá fyrirtækisins sagði til um fyrir sex vikum.

Hins vegar segir S&P að fjármálastofnanir hafi nú þegar afskrifað stærstan hluta þessarar upphæðar. Það sé því ólíklegt að stórar bankastofnanir eigi eftir að tilkynna um miklar afskriftir á næstu misserum.