Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur mótað ráðningarferli fyrir nýjan forstjóra FME og skipað þriggja manna matsnefnd, sem fær það hlutverk að stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda, eins og segir á vefsíðu FME. Matsnefndina skipa þau dr. Ásta Bjarnadóttir, dr. Gylfi Magnússon og Regína Ásvaldsdóttir. Ásta verður formaður nefndarinnar.

Capacent ráðningar munu annast ritarastörf fyrir nefndina og ber því ábyrgð á móttöku umsókna og annarri framkvæmd þeirra.