Fasteignaskrá Íslands hækkaði um síðustu mánaðamót matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða, svo og matsverð bújarða ásamt íbúðarhúsum og útihúsum á bújörðum og matsverð hlunninda um 5%.

Samkvæmt því verður framreikningsstuðull samkvæmt því 1,05.

Á vegum Fasteignamats ríkisins hefur verið samin ný fasteignaskrá, þar sem matsverð einstakra fasteigna er skráð samkvæmt þeim framreiknistuðlum sem ákveðnir hafa verið samkvæmt framanskráðu. Hin nýja fasteignaskrá inniheldur einnig þær matsbreytingar sem Fasteignamat ríkisins eða yfirfasteignamatsnefnd hefur gert á einstökum fasteignum svo sem við endurskoðun á eldra mati og vegna úrskurða á kærum er kunna að hafa leitt til matsbreytinga.