Matthías Halldórsson hefur verið settur landlæknir frá 1. nóv. 2008 til 1. febrúar 2009. Kristján Oddsson verður aðstoðarlandlæknir sama tímabil.

Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Matthías Halldórsson hefur verið aðstoðarlandlæknir síðastliðin átján ár, en tekur nú við embætti landlæknis tímabundið.

Hann hefur áður gegnt starfi landlæknis um eins árs skeið, 2006 –2007, í fjarveru Sigurðar Guðmundssonar.

Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá embættinu, gegnir starfi aðstoðarlandlæknis tímabundið.

Á vef ráðuneytisins kemur fram að þessi skipan verður höfð á uns embætti landlæknis verður auglýst laust til umsóknar.

Sigurður Guðmundsson lét af starfi sem landlæknir eftir tíu ár í embætti þann 1. nóvember sl. Sigurður er nú forseti nýstofnaðs heilbrigðisvísindasviðs í Háskóla Íslands