„Verkefnið sem ég vinn við miðast við að styrkja ríkisstofnanir í Balkh-héraði en þar er Mazar-e Sharif stærsta borgin,“ segir Sigrún Andrésdóttir stjórnsýsluráðgjafi, sem býr í Afganistan og vinnur hjá GIZ (Deutsche Gesellschaft fur Internationale Zusammenarbeit) sem er eins konar Þróunarsamvinnustofnun Þýskalands.

Hún hefur unnið hjá GIZ síðan í september 2012. „Stofnanir sækja árlega um styrk til okkar bæði til að bæta aðstöðu ríkisins hvað varðar byggingar og skrifstofubúnað og til að styrkja þjónustu við almenning eins og til dæmis verkefnastjórnun og fjárlagagerð.“

Býr í Mazar-e Sharif

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún er í Afganistan en hún var í Íslensku friðargæslunni 2007-2008 og 2011-2012 og vann fyrir ISAF (International Security Assistance Force). Í seinna skiptið fékkst hún við verkefni sem snerust um bein samskipti og aðstoð við afganskar ríkisstofnanir eins og aðstoð við fjárlagagerð, þjálfun dómara og viðbragðsáætlanir við náttúruhamfarir. Í því starfi var hún eina konan í stjórnunarstöðu innan um 40 karlmenn sem allir voru hershöfðingjar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.