Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs, hafði ekki heimild til að greiða málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar í svari við erindi bankaráðs Seðlabanka Íslands um lögmæti málskostnaðarreikninga Más vegna máls hans hendur bankanum árið 2010.

Að mati Ríkisendurskoðunar er ekki hægt að líta framhjá því að málsókn seðlabankastjóra á hendur bankanum sjálfum sé sérstætt. Því hafi allir starfsmenn bankans orðið vanhæfir.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið kemur einnig fram að ekkert bendi til þess að Már hafi sjálfur komið að ákvörðunum, fyrirmælum eða samþykki greiðslu málskostnaðarins.

Ekki er tekin afstaða til þess í skýrslunni hvort Már skuli endurgreiða málskostnaðinn, eða hvort hann sé skattskyld hlunnindi. Skýrsluhöfundar telja að bankaráðið eigi sjálft að taka afstöðu til þess.

Hér má lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni.