Jim Mattis hefur sagt af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í mótmælaskyni við framkomu Donalds Trump Bandaríkjaforseta bæði gagnvart bandamönnum stórveldisins og andstæðingum þess.

Á miðvikudag tilkynnti Trump að hann hefði ákveðið að afturkalla herafla Bandaríkjanna frá Sýrlandi, og fagnaði sigri yfir hryðjuverkasamtökunum ISIS, en sú ákvörðun var umdeild og Mattis var einn þeirra sem var andvígur henni.

Trump sagði frá því í tísti í gær að Mattis myndi „stíga til hliðar“, en í afsagnarbréfi varnarmálaráðherrans kom skýrt fram að afsögnin væri vegna ósættis við stefnu forsetans í fjölda mála, og að hann teldi embættisfærslur hans stefna þjóðinni í hættu.

Umfjöllun Financial Times .