Samkvæmt matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu sem lagt var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá er tónlistar- og og ráðstefnuhúsið metið á tíu milljarða króna. Áður var hún metin á 17 milljarða króna sem þýddi um 355 milljónir í fasteignagjöld ár hvert. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Í samtali við Fréttablaðið segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, að matsgerðin styðji málatilbúnað þeirra og að hún renni stoðum undir það að fasteignamatið hafi verið of hátt.

Bæði forstjóri Þjóðskrár og lögmaður eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni.