Matur og aðrar nauðsynjavörur fást ekki tollafgreiddar vegna verkfalls SFR. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef Félags atvinnurekenda i dag.

Samkvæmt FA fást farmskrár sem kerfi Tollstjóra les ekki sjálfvirkt ekki tollafgreiddar. Auk þess fást safnsendingar, sem flutningafyrirtæki flytja inn í eigin nafni fyrir nokkra viðskiptavini, ekki afgreiddar þar sem ekki er hægt að skipta þeim upp til að hver innflytjandi geti leyst út sínar vörur.Þær undanþágur sem hefur verið sótt um til undanþágunefndar fást ekki afgreiddar, en innflytjendur kvarta yfir því að ferli undanþágubeiðna sé óskýrt.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA segir að „þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn.“

Félagi atvinnurekenda hvetur forstöðumenn og stjórnendur ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli til að sinna skyldum sínum og takmarka það tjón sem af verkfallinu leiðir, en þessir aðilar hafa heimild til að ganga í störf undirmanna.