Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttar um kjötlausar kjötbökur frá fyrirtækinu Gæðakokkum. Er þetta samkvæmt úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur en ekki er kveðið á um bótafjárhæð.

Fyrirtækið bar ábyrgð á innihaldi

Fréttin birtist á vefsíðu stofnunarinnar í mars 2013 og hafði alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið. Þó dómurinn segi að Gæðakokkar beri ábyrgð á að ekki hefði reynst kjöt í bökunum sem voru rannsakaðar, þá hafi fyrirtækið lögvarða hagsmuni á að fá bótaskyldu Matvælastofnunar viðurkennda.

Niðurstaða dómsins er að stofnunin hafi ekki haft vald til að taka ákvörðun í málinu og hafi þannig gengið inná verksvið Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

Fréttin efnislega röng

Þannig hefði mátt ætlast til að frekari rannsóknir yrðu framkvæmdar áður fréttin væri birt, sem og að kynna ætti niðurstöðurnar fyrir fyrirtækinu áður og gefa því tækifæri á að koma með athugasemdir.

Jafnframt stæðist fréttin ekki efnislega þar sem innköllun hafi ekki átt sér stað eins og þar kom fram. Þetta kemur fram í frétt mbl.is .