Hækkandi matvæla- og olíuverð ógna nú hagvaxtarhorfum í tígrishagkerfum Asíu samkvæmt nýrri skýrslu frá Þróunarbanka Asíu sem BBC vitnar í en í skýrslunni segir að hagvöxtur í álfunni gæti lækkað um allt að 1,5% á árinu.

Þar segir jafnframt að það sem af er ári hafi matvælaverð á innanlandsmarkaði hækkað um meira en 10% í mörgum ríkjum Asíu auk þess sem eldsneytisverð hafi hækkað mikið vegna ólgunnar í Mið-Austurlöndum. Saman valdi þessir þættir töluverðu áfalli í asískum hagkerfum enda séu lífskjör víða ekki góð þrátt fyrir sterka efnahagsþróun undanfarinna ára. Alls geti áðurnefnd hækkun matvælaverðs ýtt um 64 milljónum manna yfir í sára fátækt en algengt er að meira en 60% ráðstöfunartekna asískra fjölskyldna fari í mat, að sögn aðalhagfræðings Þróunarbankans. H