Stórar matvörukeðjur í Evrópu kaupa umtalsvert magn af fiski frá Samherja og dótturfélögum fyrirtækisins. Tesco og Marks & Spencer eru til að mynda meðal helstu viðskiptavina IceFresh Seafood Ltd., dótturfélags Samherja í Bretlandi. IceFresh GmbH, dótturfélag Samherja í Þýskalandi, selur fisk til þýska smásölurisans Metro.

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hafi verið í góðu sambandi við sína viðskiptavini erlendis eftir að málið kom upp.

Samkvæmt svörum frá Metro í Þýskalandi og Marks & Spencer í Bretlandi við fyrirspurnum Viðskiptablaðsins segir að hvers kyns ólögleg eða ósiðleg starfsemi birgja verði ekki liðin. Fyrirtækin segjast þó bæði hafa verið fullvissuð um að vörur frá IceFresh tengist ekki starfsemi Samherja í Namibíu.

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .