Matvölaverð hækkaði á heimsvísu um 1,4% á milli mánaða í september. Þetta er óbreytt staða á milli mánaða en 4% lægra en í september í fyrra, samkvæmt samantekt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Mesta verðhækkunin var á kjöt- og mjólkurvörum en kornverð minna. Verð á korni hefur verið á hraðri uppleið síðustu mánuði. Það hefur verið að skila sér í hveitiverði og síast inn í matvælaverð, samkvæmt upplýsingum FAO. Kornverðið er nú 7% hærra en í fyrra en 4% lægra en þegar það náði methæðum í apríl árið 2008.