Reginn ehf. og dótturfélag hafa fest kaup á fasteignum af þrotabúi Heiðarsólar ehf., sem áður kallaðist Saxhóll. Um er að ræða verslunarhúsnæði sem er m.a. leigt til matvöruverslanakeðjanna 11-11, Krónunnar og Nóatúns, þar á meðal Nóatúnsverslanirnar við Hringbraut og Rofabæ. Reginn, sem er eignaumsýslufélag í eigu Landsbankans (NBI), hefur nú Smáralind í sölumeðferð en Landsbankinn er meðal stærstu kröfuhafa Heiðarsólar. Saxhóll átti á sínum tíma hlut í Saxbyggi sem átti svo helmingshlut í Smáralind.