Forstjórar stærstu matvöruverslana landsins hafa áhuga á að taka upp sölu lausasölulyfja í verslunum sínum. Haft er eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, í Fréttablaðinu i dag að hann sé mjög fylgjandi því að lausasölulyf yrðu seld í verslunum hans. Slík breyting myndi fela í sér hagræði fyrir viðskiptavini og verðlækkun.

Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, tekur í sama streng og segir að reynsla hans af rekstri verslunar í Danmörku hafi sýnt að hægðarleikur að selja slík lyf en þetta sé þjónusta við neytendur. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup og Kaupás rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval.

Hópur á vegum Samtaka verslunar og þjónustu hefur barist fyrir því heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi og selja lyfin í dagvöruverslunum, en hvorugt er heimilt samkvæmt núgildandi lögum. Í Fréttablaðinu er haft eftir Rannveigu Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, og Geir Gunnlaugssyni landlækni að þessi mál hafi ekki verið til skoðunar hjá þeim, enda sé um pólitíska ákvörðun að ræða ef reglunum verði breytt.