Ekki sér fyrir endan á kyrrsetningu Max 737 véla Boeing og samkvæmt tilkynningu frá félaginu nemur kostnaður vegna hennar tæpum fimm milljörðum dollara sem jafngildir um 620 milljörðum íslenskra króna. Boeing birtir uppgjör annars ársfjórðungs í næstu vikur og í frétta á veg BBC segir að kostnaður vegna kyrrsetningarinnar muni gera hagnað félagsins að engu.

Í síðustu viku greindi Boeing frá því í tilkynningu að félagið muni greiða ættingjum þeirra sem létust í flugslysinu 100 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 12 milljörðum íslenskra króna.

Stærstur hluti kostnaðarins eru bætur til farþega og flugfélaga vegna tafa og röskunar á flugferðum. Enn í dag er farþegum sem áttu pantað flug í haust og næsta vetur að berast tilkynningar um að búið sé að aflýsa vegna kyrrsetningarinnar.

Beoing reiknar með að kyrrsetningunni verði aflétt einhvern tímann á síðasta ársfjórðungi í ár en það er þó enn óvissu háð. Henni var upphaflega komið á í mars sl. eftir að nær 346 létu lífið í tveimur flugslysum í vetur.