*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Erlent 6. júlí 2020 15:28

Max-vélarnar á loft í september?

Athuganir á Max-vélunum fóru vel í síðustu viku, ef allt gengur eftir geta vélarnar farið á loft í september og nýttar í farþegaflug í lok árs.

Ritstjórn
Boeing 737 Max flugvélar.
epa

Prófanir á Boeing 737 MAX farþegaþotunum halda áfram í vikunni eftir að þriggja daga athugun gekk vel í síðustu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar síðan 13. mars í fyrra í kjölfarið á tveimur flugslysum.

Skoða á viðbragða getu (e. operational readiness review) í hugbúnaði vélanna en þetta er einungis eitt af mörgum prófunum sem vélarnar þurfa að fara í gegnum. The Wall Street Journal greinir frá.

Meðal markmiða með athugunum er að komast að því hve vel meðal flugmaður, á alþjóðavísu tekst að bregðast við neyðarástandi notandi endurbætta hugbúnaðinn.

Ef allt fer eins og skyldi á komandi vikum mun flugmálastjórn (e. Federal Aviation Administartion), sem lét kyrrsetja vélarnar á sínum tíma, líklegast hleypa þeim í loftið í september næstkomandi. Hins vegar þyrfti meira til svo að vélunum væri leyft að ferja farþega á ný en slíkt gæti gerst í lok árs. Hafa ber í huga að áætlun um endurkomu MAX-vélanna hefur hingað til ávallt frestast.