Theresa May forsætisráðherra Bretlands hyggst gera tilraun til að mynda minnihlutastjórn með stuðningi flokks Norður-írskra sambandsinna. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Þegar á eftir að greina frá úrslitum í einu kjördæmi af 650 vantar Íhaldsflokknum átta sæti til að geta myndað ríkistjórn. Hefur May sagt að Bretar þurfi „stöðuga" ríkistjórn til að geta hafið Brexit viðræðurnar eftir 10 daga.