Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur óvænt boðað kosningar í Bretlandi. Hún tilkynnti um það á blaðamannafundi, sem að boðaður var í morgun. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Forsætisráðherrann segir að ákvörðunin til að halda kosningar sé til að tryggja þjóðarhagsmuni og að tryggja stöðugleika og vissu á næstu árum með því að sækja stuðning frá breskum almenning. Theresa May hyggst leggja hugmyndina fyrir þingið á morgun, en hún þarf stuðning 2/3 breska þingsins til að hugmyndin verði að veruleika.