Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur að ríkið geti orðið leiðandi í fríverslun — aðspurð um sýn ríkisstjórnarinnar á framtíð Bretlands utan Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Bretar vilja nú koma á fríverslunarsamningi milli ríkjanna tveggja. Ástralski viðskiptaráðherrann Steven Ciobo taldi að samningur milli ríkjanna gæti náðst með tíð og tíma.

Bretland getur ekki gert fríverslunarsamninga á meðan ríkið er enn formlega í Evrópusambandinu — því væri ekki hægt að koma á nýjum fríverslunarsamningum fyrr en eftir um það bil tvö og hálft ár.

Ástralir eru efstir á lista þeirra sem Bretar vilja koma á fríverslunarsamningi við, en May hefur einnig nefnt Indland, Mexíkó, S-Kóreu og Síngapúr í því samhengi.