*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 22. mars 2019 10:00

May fær tveggja vikna frest

Evrópusambandið hefur veitt Theresu May tveggja vikna viðbótarfrest til að sannfæra breska þingið.

Ritstjórn
Teresa May hefur í tvígang mistekist að fá breska þingið til að samþykkja samning um útgöngu Breta úr ESB.
epa

Leiðtogar Evrópusambandsins komu í veg fyrir að Bretland yfirgæfi sambandið án samninga á föstudaginn eftir viku með því að veita Theresu May forsætisráðherra tveggja vikna viðbótarfrest til ná samningum. Þetta þýðir að Bretland mun ekki sjálfkrafa yfirgefa sambandið án samnings eftir sjö daga. 

Ákvörðunin var tekin í Brussel í gær þar sem leiðtogarnir sögðu May að ef breska þingið samþykki ekki samning hennar í næstu viku þá hafi hún frest til 12. apríl. Ef ekki ekki tekst að semja fyrir þann tíma hefur May tvo valkosti, annars vegar að yfirgefa Sambandið án samnings og hins vegar að óska eftir enn frekari frest.  

Fréttastofa Bloomberg segir ákvörðun ESB jafnframt færa May í hendur öflugt samningsvopn í viðræðum við þá þingmenn sem vilja yfirgefa sambandið án samnings. Hún geti nú sagt að ef þeir styðji ekki samninginn, sem hún leggur fyrir þingið í næstu viku, muni Bretland áfram vera meðlimur sambandsins í margra mánaðaskeið. 

Markaðir brugðust vel við fréttinni og hækkaði pundið um 0,2% gagnvart dollar í kjölfarið.   

Stikkorð: ESB Brexit May