*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 30. janúar 2019 12:30

May meinað að skilja án samnings

Naumur meirihluti í breska þinginu samþykkti tillögu sem hafnar aðskilnaði án samnings.

Ritstjórn
Theresa May forsætisráðherra Bretlands stendur í ströngu þessa dagana.
epa

Breska þingið kaus í gærkvöld um tillögu sem ætlað er að meina Theresu May að ganga úr Evrópusambandinu án samninga (e. no-deal Brexit). Tillagan var samþykkt með 318 atkvæðum gegn 310, að því er kemur fram í frétt Financial Times

Tillagan er ekki bindandi fyrir ríkisstjórn May en hún er sögð tjá andstöðu þingsins við svokölluðu „hörðu Brexit“ þ.e. að ganga úr sambandinu án samninga. May hefur hingað til neitað að taka þann valkost af borðinu og sagt að enginn samningur væri betri en slæmur samningur.   

Tímarammi May minnkar óðum en fyrirhugað er að úrsögnin taki gildi þann 29. mars næstkomandi. Önnur tillaga var lögð fyrir breska þingið í gær þess efnis að fresta dagsetningunni en þeirri tillögu var hins vegar hafnað með 321 atkvæðum gegn 298.  

Stikkorð: ESB Brexit May
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is