*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 22. maí 2015 08:46

Mazda og Mitsubishi innkalla 630.000 bifreiðar

Gallar í loftpúðum frá fyrirtækinu Takata hafa leitt til innköllunar á 34 milljónum bifreiða.

Ritstjórn

Japönsku bílaframleiðendurnir Mazda og Mitsubishi ætla að innkalla 630.000 bíla sem allir innihalda loftpúðadælur frá íhlutaframleiðandanum Takata. Í frétt BBC segir að alls hafi þurft að innkalla 34 milljónir bifreiða vegna galla í íhlutum frá fyrirtækinu og tekur þetta til ellefu bílaframleiðenda.

Mazda mun þurfa að innkalla 120.000 bíla af gerðunum Atenza og Bongo auk tveggja tegunda sem fyrirtækið framleiðir fyrir Nissan og Mitsubishi í Japan.

Mitsubishi mun innkalla 512.000 bíla og af þeim eru 412.000 utan Japans. Í síðustu viku var greint frá því að Toyota, Nissan, Honda og Daihatsu myndu innkalla milljónir bifreiða vegna alvarlegra kalla í loftpúðum Takata.

Stikkorð: Bílar Mitsubishi Mazda Innkallanir Loftpúðar