McDonalds ætlar að sækja á kínverskan markað og áætlar að opna 1.250 staði í landinu á næstu fimm árum. McDonalds er þegar með um 2.200 staði í Kína. Ef að fjölgun staða verður þá verður Kína næsta stærsti markaður McDonalds, á eftir Bandaríkjunum.

Auk þess ætlar fyrirtækið að opna 250 staði í Hong Kong og Suður-Kóreu á sama tímabili. Markaðir í hröðum vexti, eins og t.d. Rússland skiluðu félaginu um það bil fjórðung tekna þeirra á síðsta ári og vill félagið styrkja við stöðu sína á þeim mörkuðum.