*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 28. júlí 2016 09:51

McDonald´s ekki til Íslands

Engin áform um að opna McDonald´s á ný á Íslandi þrátt fyrir efnahagsuppgang og segjast þeir taka ýmsa þætti til greina.

Ritstjórn
Þessir dýrindis hamborgarar verða ekki á boðstólnum á Íslandi í bráð.

McDonald‘s hefur engin áform um að opna veitingastað á Íslandi á nýjan leik þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu og fjölgun ferðamanna.Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

„Hjá McDonald‘s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ sagði talsmaður McDonald‘s.

Sem frægt er hætti þessi vinsæla hamborgarakeðja starfsemi hér á landi síðla árs 2009.

Stikkorð: McDonalds Ísland efnahagshrun.