Skyndibitakeðjan McDonald's ætlar að hætta að bjóða upp á plaströr með drykkjum sínum í Bretlandi og Írlandi. Í stað plaströranna hyggst fyrirtækið notast við pappírsrör. Frá þessu er greint á vef BBC .

McDonald's hefur samið við fyrirtækið Transcend Packaging um að kaupa pappírsrör frá þeim. Fyrirtækið er aðeins 7 mánaða gamalt og með 20 starfsmenn í vinnu hjá sér. Eftir þennan samning gerir fyrirtækið ráð fyrir því að það þurfi að ráða inn 30 nýja starfsmenn, til að anna eftirspurn McDonald's eftir pappírsrörum.

Búist er við að pappírsrörin verði komin í stað plaströranna á öllum stöðum McDonald's í Bretlandi og Írlandi næsta haust.