Hagnaður McDonalds, stærstu veitingasölukeðju heims, var 1,2 milljarðar Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi. Það jafngildir rúmlega 1 dal á hlut. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 711,7 milljónum dala, eða 60 sentum á hlut. Í frétt Reuters segir að áhersla McDonalds á að halda verðlagi hjá sér lágu hafi hjálpað félaginu að standa af sér niðursveiflu í efnahagslífinu. Neytendur hafi horfið frá dýrari veitingastöðum og snúið sér í auknum mæli að McDonalds fyrir vikið.