Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds, sem Íslendingar hafa saknað að sé með starfsemi hér á landi síðan í árslok 2009, hefur kært Steve Eeasterbrook sem látinn var hætta sem forstjóri fyrirtækisins í nóvember síðastliðnum.

Sakar fyrirtækið hann um að hafa bæði brotið reglur félagsins um bann við kynferðislegu samneyti við starfsfólk sem og fyrir að hafa logið til um málið. Krefst McDonalds þess að þar með slíta starfslokasamningi við Easterbrook sem hljóðar upp á nærri 42 milljónir Bandaríkjadala, eða andvirði um 5,7 milljarða íslenskra króna.

Samkvæmt nýjum upplýsingum úr rannsókn félagsins er hann nú sagður hafa átt samneyti við þrjá en ekki einn starfsmann síðasta starfsár hans hjá fyrirtækinu, eins og hann hafði viðurkennt. Meðal ásakana er að Easterbrook hafi samþykkt að einn starfsmannanna fengi hlutabréf að andvirði hundruð þúsunda dala meðan á kynferðissambandi þeirra stóð.

Segir félagið nú að það hefði ekki samþykkt starfslokagreiðslurnar til forstjórans fyrrverandi hefði það vitað af þessum viðbótarásökunum. Starfslokasamningurinn hafi á sínum tíma falið í sér laun fyrir 26 vikur, en á árinu 2018 námu tekjur hans 15,9 milljónum dala, eða 2,2 milljörðum króna, þar af 1,3 milljóna dala grunnlaunum.

Með því að fyrirtækið ákveðnum markmiðum á árinu 2019 ætti hann rétt á viðbótargreiðslum sem eins og áður segir nema í heildina 42 milljónum dala. Meðan Easterbrooks var forstjóri félagsins seldi það marga veitingastaði sína til sérleyfishafa, jók tæknistig veitingastaða keðjunnar sem og opnaði fyrir kaup á morgunverðarmatseðli allan daginn.

Verð hlutabréfa félagsins hefur hækkað um 4% síðan hann var látinn hætta, en samkvæmt umfjöllun CNBC hefur verðið lækkað um tæplega 1% síðan fréttist af kærunni.