Hörð gagnrýni birtist í auglýsingu í Bandaríkjunum um meinta skaðsemi afurða McDonalds. McDonalds, sem er stærsta skyndibitakeðja í heimi, hefur brugðist ókvæða við.

Í auglýsingunni, sem er 39 sekúndur að lengd, er aðstandandi standandi yfir látnum ástvin sem heldur á hamborgara. Auglýsingin endar á slagorðinu "Ég elskaði það" (e. I was lovin' it) en er það skrumskæling á slagorðinu "Ég elska það" (e. I'm lovin' it). Að auki er lesið undir: hátt kólestrol, hár blóðþrýstingur, hjartaáfall.

Auglýsingin er kostuð af Samtökum lækna um ábyrgar lækningar (e. Physicians Committee for Responsible Medicine. Hægt er að horfa á hana á youtube hér .