Skyndibitakeðjan McDonalds tilkynnti í gær um tímabundna lokun McDonald's veitingastaða í Rússlandi. Þetta kemur fram í grein hjá Sky . Tekjur af útibúum McDonald's í Rússlandi námu 9% af heildartekjum keðjunnar á síðasta ári.

McDonald's er með um 850 útibú í Rússlandi og starfa 62 þúsund manns í útibúunum, en skyndibitakeðjan ætlar áfram að greiða öllum starfsmönnum laun. Í tilkynningunni segir að McDonalds hafi starfað í meira en þrjá áratugi í Rússlandi. „Þrátt fyrir það, getum við ekki hundsað óþarfa þjáningar fólks sem eiga sér stað í Úkraínu," segir í tilkynningu.

McDonald's fylgir fordæmi fjölmargra skyndibitakeðja og drykkjarvöruframleiðenda sem hafa nýverið tilkynnt um lokanir í Rússlandi. Starbucks tilkynnti í gær um tímabundna lokun útibúa í Rússlandi. Coca-Cola og PepsiCo hafa tekið einnig tekið drykkina sína úr sölu í landinu.