Hagnaður McDonalds, stærstu skyndibitakeðju heims, jókst um 8,6% á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, að því er fréttaveita Bloomberg greinir frá. Félagið birti ársfjórðungsuppgjör sitt í dag. Nettó tekjur námu 1,5 milljarði dala.

Það var sérstaklega sala ódýrari vara McDonalds sem jók hagnað félagsins. Til að mynda seldist hamborgari sem kostar einn dollara, um 114 krónur, afar vel. Sala í Bandaríkjunum var drifin áfram af smoothies-drykkjum, kjúklingabitum og morgunmat. Hlutabréfaverð í McDonalds hækkaði um 3,3% í kjölfar tilkynningar félagsins.