McDonald's er nú stærsti einstaki kaupandi á sjávarafurðum í Kanada. Um 1.400 McDonald’s veitingastaðir eru í Kanada. En staðirnir leggja nú aukna áherslu á að hafa fiskmeti á matseðlinum til að laða að fleiri viðskiptavini. Þessu greina Fiskifréttir frá.

Boðið er upp á rétti með risarækju og humri og virðast þeir hafa slegið í gegn. Talsmaður McDonald's í Kanada segir þá vissulega hafa haslað sér völl í viðskiptum með sjávarafurðir.

Fleiri skyndibitakeðjur hafa fetað í fótspor McDonald’s. Nú býður Subway upp á humarbáta og Harvey’s veitingastaðirnir hafa einnig sett þorsksamlokur á matseðilinn.