Rússnesk neytendayfirvöld hafa lokað fjórum McDonald's veitingastöðum í Moskvu tímabundið sökum rannsóknar á matarstöðlum.

Neytendastofan Rospotrebnadzor segir veitingastaðina hafa brotið gegn mörgum heilbrigðislögum. Talsmenn McDonald's segjast vera að sinna kvörtununni og mun segja aðaláherslu fyrirtækisins sé að bjóða öruggar vörur í hæstu gæðum.

Lokunin á sér stað í miðju viðskiptabanni Rússlands á vörum Vestrænnra ríkja. Áður fyrr þegar milliríkja deilur hafa verið miklar hefur neytendastofan bannað innfluttar vörur, m.a. vín frá Georgíu, osta frá Úkraínu og epli frá Póllandi.

Í júlí sendi neytendastofan frá sér kæru á hendur McDonlad's í Moskvu þar sem veitingastaðurinn var hvattur til að hætta að selja ýmsar vörur.

Talsmenn McDonald's segiast vonast til að opna staðina aftur að nýju sem fyrst.