McDonald‘s ætlar að umbylta rekstri sínum með það markmið að lífga upp á sölutölurnar. Meira að segja hamborgararnir þeirra verða teknir í gegn.

Meðal annars ætlar McDonald‘s að stækka ákveðnar tegundir hamborgara og breyta löguninni á hamborgarabrauðinu sínu.

Þá greindi McDonald‘s nýlega frá því að hamborgarabrauðin verði grilluð fimm sekúndum lengur en áður hefur verið gert, en þá verða þau 15 gráðum (fahrenheit) heitari. Þar að auki verða borgararnir grillaðir öðruvísi, þannig að þeir verði safaríkari.

„Þessir litlu hlutir munu breyta miklu fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Steve Easterbrook, vörumerkjastjóri McDonald‘s.

McDonald‘s hefur horft upp á minnkandi vinsældir undanfarin ár með aukinni samkeppni. Þá eru þeir að reyna að breyta ímynd sinni um að matur þeirra sé óhollari en annar.