Nýleg skýrsla McKinsey & Company — Charting a Growth Path for Iceland, sem kynnt var á síðasta ári og hefur almennt hlotið góðar undirtektir, er lögð til hliðsjónar á hugmyndahandbók Viðskiptaráðs sem kynnt var á Viðskiptaþingi, en hér verða nefndar tvær hugmyndir af þrettán.

Lögð er fram róttæk hugmynd um að afnema styrki og verndartolla í landbúnaði og gera upp landbúnaðarsamninga með útgáfu ríkisskuldabréfs. Þannig geti bændur annað hvort selt sig út úr greininni eða endurskipulagt rekstur búa sinna. Til vara er lagt til að mörkuð verði stefna til lengri tíma sem felur í sér afnám styrkveitinga en afnema strax verndartolla og innflutningstakmarkanir. Þá er lagt til að heildsöluverðlagning á sviði landbúnaðar verði gefin frjáls.

Lagt er til að grunnskóla- og framhaldsskólanám verði stytt um eitt ár til samræmis við nágrannalönd, auka kennsluskyldu og samþætta stoðþjónustu. Það muni fækka kennurum en hækka laun þeirra sem áfram starfa auk þess sem það myndi skila fólki fyrr út á vinnumarkað með tilheyrandi skattgreiðslum í ríkissjóð og umsvifum í hagkerfinu.

Nánar er fjallað um málið í´fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.