*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Innlent 16. júlí 2019 10:32

MDE dæmir íslenska ríkið brotlegt

Íslenska ríkið veitti Styrmi Þór Bragasyni og Júlíusi Þór Sigurþórssyni ekki réttláta málsmeðferð samkvæmt dómi MDE.

Ritstjórn
Styrmir Þór Bragason var dæmdur í eins árs fangelsi árið 2013 fyrir umboðssvik tengd lánveitingum Byrs sparisjóðs til kaupa á stofnfjárbréfum í sjóðnum.
Haraldur Guðjónsson

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gegn Styrmi Þór Bragasyni og Júlíusi Þór Sigurþórssyni fyrir að hafa ekki veitt þeim réttláta málsmeðferð fyrir hæstarétti. Styrmi voru dæmdar 7.500 evrur – rúm milljón króna – í málskostnað, en kröfu Júlíusar um slíkt hið sama var hafnað. RÚV segir frá.

Styrmir er fyrrverandi forstjóri MP banka, nú Kviku, og hafði verið sýknaður fyrir Héraðsdómi í Exeter-málinu svokallaða, en því snéri Hæstiréttur við og dæmdi Styrmi í eins árs fangelsi árið 2013.

Júlíus var einnig sýknaður í héraði, en dæmdur í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti í máli er varðaði verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins.

Umkvörtun mannanna snéri að því að dómar Hæstaréttar í málunum féllu án þess að vitnaleiðslur færu fram, og að þeir höfðu engan verjanda meðan málsmeðferðin fór fram. Þetta taldi Mannréttindadómstóllinn brot á lögum um réttláta málsmeðferð.