Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gegn Styrmi Þór Bragasyni og Júlíusi Þór Sigurþórssyni fyrir að hafa ekki veitt þeim réttláta málsmeðferð fyrir hæstarétti. Styrmi voru dæmdar 7.500 evrur – rúm milljón króna – í málskostnað, en kröfu Júlíusar um slíkt hið sama var hafnað. RÚV segir frá .

Styrmir er fyrrverandi forstjóri MP banka, nú Kviku, og hafði verið sýknaður fyrir Héraðsdómi í Exeter-málinu svokallaða, en því snéri Hæstiréttur við og dæmdi Styrmi í eins árs fangelsi árið 2013.

Júlíus var einnig sýknaður í héraði, en dæmdur í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti í máli er varðaði verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins.

Umkvörtun mannanna snéri að því að dómar Hæstaréttar í málunum féllu án þess að vitnaleiðslur færu fram, og að þeir höfðu engan verjanda meðan málsmeðferðin fór fram. Þetta taldi Mannréttindadómstóllinn brot á lögum um réttláta málsmeðferð.