*

mánudagur, 6. apríl 2020
Innlent 25. febrúar 2020 10:30

MDE efast um óhlutdrægni eins dómarans

Fyrrum stjórnandi Landsbankans eru dæmdar 1,7 milljón af um 700 milljóna króna miskabótakröfu til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Ritstjórn
Sigríður Elín Sigfúsdóttir var áður meðal æðstu stjórnenda í Landsbankanum og var hún dæmd í dómstólum fyrir brot í starfi.
Haraldur Guðjónsson

Sigríður Elín Sigfúsdóttir, sem var ein af æðstu stjórnendum Landsbankans fyrir bankahrunið 2008, hefur verið dæmdar andvirði 1,7 milljóna króna í bætur af Mannréttindadómstóli Evrópu, sem íslenska ríkinu er ætlað að greiða henni að því er fram kemur á RÚV.

MDE hafnaði þó að mestu 700 milljóna króna miskabótakröfu Sigríðar Elínar auk 28 milljóna króna vegna málskostnaðar hennar fyrir íslenskum dómstólum. Sigríður Elín var dæmd haustið 2015 af Hæstarétti Íslands fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Ímon málinu svokallaða um kaupréttarsamninga starfsfólks og þá var hún dæmd til að greiða rúmlega 15 milljónir í sakarkostnað.

Sigríður Elín fór með málið fyrir mannréttindadómstólinn sem þó hafi ekki formlega lögsögu yfir íslensku dómstólunum er hluti af samstarfi Íslands til verndunar mannréttinda í Evrópu.

Var ástæðan sú að þrír af dómurunum sem dæmt höfðu hana hér á landi hefðu átt hlutabréf í Landsbankanum og gætu því ekki verið hlutlausir, en endurupptökunefnd hafði áður samþykkt að mál hennar yrði tekið upp að nýju á þessum grundvelli.

Mannréttindadómstóllinn taldi hlutabréfaeign tveggja af þremur þessara dómara hafa verið óverulega, og því var ekki gerð athugasemd við hana í tilviki Markúsar Sigurbjörnssonar og Eiríks Tómassonar. Hins vegar tapaði Viðar Már Matthíasson 8,5 milljónum á hrun bankans og þar af leiðandi hafi mátt draga í efa óhlutdrægni hans í máli Sigríðar Elínar.