Meðalávöxtun norrænna hlutabréfamarkaða hefur verið með ágætum í ár eða 15,7% mælt í gjaldmiðlum hvers lands fyrir sig, segir greiningardeild Glitnis. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 15,5% það sem af er ári.

?Við lok viðskipta í gær hafði norska OBX vísitalan hækkað mest eða um 25% frá áramótum. Næst koma finnsk hlutabréf með 15,5% hækkun og íslenska Úrvalsvísitalan með 14,7% hækkun. Lækkun gengis krónunnar á árinu eykur hinsvegar ávöxtun erlendu hlutabréfavísitalnanna mælt í íslenskum krónum.

Gengi krónunnar hefur lækkað um 19% á árinu sem eykur ávöxtun erlendra eigna um samsvarandi hlutfall. Þannig hefur fjárfesting í norskum hlutabréfum án gengisvarnar skilað 52% ávöxtun á árinu, sænsk hlutabréf 46%, finnsk hlutabréf 42% og dönsk hlutabréf 34%. Þannig hafa íslensk hlutabréf skilað lakastri ávöxtun norrænna hlutabréfamarkaða á árinu mælt í íslenskum krónum,? segir greiningardeildin.