Meðalávöxtun ríkisvíxla í útboði Lánasýslu ríkisins í morgun, lækkaði um 5 punkta miðað við síðasta mánuð. Meðalávöxtunin nú er 9,10% en var 9,15%. Í maí var ávöxtuninhins vegar 8,94%.

Alls bárust 27 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 15.500 milljónir króna að nafnverði. Tekið var tilboðum fyrir 7.000 milljónir að nafnverði. Hæsta ávöxtunin var 9,2% og lægsta ávöxtun tekinna tilboða var 8,96%. Ríkisvíxlarnir eru með gjalddaga 15. nóvember nk.