Árið 2008 fengu starfsmenn í fullu starfi hjá Seðlabankanum að meðaltali greiddar um 788 þúsund krónur á mánuði. Í fyrra lækkaði þessi upphæð nokkuð en þá fengu starfsmenn Seðlabanka Íslands í fullu starfi að meðaltali tæpar 690 þúsund krónur á mánuði. Þetta má ráða úr ársreikningi Seðlabanka Íslands og tekið skal fram í þessu sambandi að inni í tölunum eru ekki launtengd gjöld sem bankinn þarf að standa skil á. Heildarlaunakostnaður Seðlabankans jókst um nær 13% milli áranna 2008 og 2009 en starfsmönnum fjölgaði á milli ára.

- Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins