Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tekju- könnunar SAF og Deloitte var herbergjanýting hótela í Reykjavík 0,8% betri árið 2005 en árið áður og varð 64,5%.

Tekjur á framboðið herbergi (Rev PAR) hækkaði hinsvegar um 3,9% og varð 5.552 krónur. Lítill munur er á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í þessu sambandi. Nýting á hótelum á landsbyggðinni viðist hinsvegar hafa batnað umtalsvert eða um 9,8%, úr 41,8% í 45,9%.