Við skoðun á upplagi Morgunblaðisins fyrri helmingi þessa árs, janúar til júní var staðfest að meðaltalssala blaðsins á dag var 53.135 eintök. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplagseftirliti Verslunarráðs. Sama tíma árið 2003 var meðaltalssala Morgunblaðsins 53.488 eintök á dag þannig að meðalsalan dregst saman. Ofangreindar upplýsingar eru staðfestar með skoðun bókhaldsgagna Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Fréttablaðinu og prentsmiðju, um prentun og dreifingu fyrir tímabilið janúar til júní 2004, var staðfest að prentuð blöð á tímabilinu voru að meðaltali 100.965 á dag.

Fréttablaðið og Morgunblaðið eru þátttakendur í Upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Annars vegar er um að ræða eftirlit með seldum eintökum Morgunblaðsins fyrir tímabilið júlí ? desember 2004 og hins vegar upplýsingar um prentun og dreifingu Fréttablaðsins fyrir sama tímabil, í samræmi við reglur Upplagseftirlits VÍ.

Fréttablaðinu er ýmist dreift með útburði í hús með bréfberum eða með því að blöðin eru lögð fram til dreifingar í verslunum og fyrirtækjum
Samkvæmt upplýsingum frá blaðinu var dreifingin eftirfarandi en tölurnar eru meðaltalstölur hvers dags á tímabilinu:

Dreifð blöð með bréfberum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Akureyri og á hluta landsbyggðarinnar á tímabilinu 86.558

Blöð sem lögð voru fram til dreifingar á sömu stöðum 14.407